Telur að fleiri veikist í seinni bylgju en fyrri - Bryndís í Bítinu

Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, telur að fleiri muni veikjast af COVID-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, hér á landi í seinni bylgju faraldursins. Hún segir í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni mjög óhugnanlegt að lenda aftur í sömu stöðu og í mars og apríl. Þá voru  flestir veikir af veirunni hér á landi. 

„Fólk er að veikjast aftur. Þetta eru ekki bara þessi einkennalausu smit sem var verið að velta fyrir sér, þessi jákvæðu sýni,“ sagði Bryndís í viðtalinu. „En fólk mun fá einhver einkenni og við vitum ekki hvernig það mun þróast.“ 

Mynd/Skjáskot/Vísir

Sjá fréttina hér á Vísi. Þar er einnig hægt að hlusta á viðtalið.