Sýklavarnir í ólagi á bráðamóttöku

Stjórn lækn­aráðs Land­spít­al­ans hef­ur áhyggj­ur af ófull­kom­inni ein­angr­un sjúk­linga á bráðamót­töku sem mögu­lega bera alónæm­ar bakt­erí­ur. 

„Bráðamót­taka Land­spít­al­ans er fyrsti viðkomu­staður um 200 sjúk­linga sem leita þangað dag­lega. Þar fá sjúk­ling­ar fyrstu grein­ingu og hluti þeirra þarfn­ast inn­lagn­ar á legu­deild­ir spít­al­ans. Oft reyn­ist mjög örðugt að finna pláss á legu­deild­um og því hafa sjúk­ling­ar þurft að liggja dög­um sam­an á bráðamót­tök­unni, sem ekki er hönnuð sem legu­deild. Vegna eðli[s] bráðadeild­ar er þjón­usta við sjúk­linga ekki sú sama og býðst á legu­deild­um. Sjúk­ling­ar þurfa einnig oft að dvelja í glugga­laus­um her­bergj­um, í fjöl­býli eða á göng­um og þurfa í flest­um til­vik­um að deila sal­ern­um.

Sjá frétt á mbl.is