Starfsmannabreytingar hjá Læknafélagi Íslands

Sólveig Jóhannsdóttir hagfræðingur, sem verið hefur framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands frá árinu 2009 hefur látið af störfum. Sólveig var ráðin hagfræðingur LÍ í byrjun árs 2009. Síðar sama ár var hún ráðin framkvæmdastjóri félagsins og hefur gengt því starfi síðan. Hún hverfur nú til annarra starfa. Við starfslok þakka stjórn og starfsfólk LÍ Sólveigu innilega fyrir gott og farsælt samstarf og óska henni allra heilla á nýjum vettvangi.

Þá hefur Ingvar Freyr Ingvarsson hagfræðingur verið ráðinn hagfræðingur LÍ frá 1. september sl. Ingvar Freyr er með BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sömu grein frá norska umhverfis- og lífvísindaháskólanum. Hann starfaði sem hagfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu og Samorku áður en hann kom til starfa hjá LÍ. Jafnframt hefur Ingvar Freyr stundað kennslu.