Spyr hvort raunhæft sé að opna landið 15. júní - Jón Magnús á Vísi

Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, gagnrýnir ákvörðun stjórnvalda í frétt á Vísi um helgina um að opna landamærin fyrir ferðamönnum 15. júní. 

„Í fyrsta lagi, þessi ákvörðun var tekin án þess að það væri athugað hvort þetta væri raunhæf áætlun sem er hægt að framkvæma,“ segir hann. Jón Magnús starfaði á Covid-göngudeild Landspítalans. 

Sagt er í fréttinni að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hafi greint frá því í síðustu viku að áhættugreining Landspítalans vegna opnun landamæranna lægi ekki fyrir. Því sé ekki vitað hver geta Landspítalans er ef ferðamenn fara að bera smit hingað til lands. Áhættugreining ætti að liggja fyrir í vikulok eða byrjun þessarar viku.

„Væntanlega hefur einhver umræða átt sér stað en þegar þetta var tilkynnt lág ekki fyrir nákvæm framkvæmdaráætlun. Það er í öfugri röð sem við eigum að gera sem samfélag sem reynir að hlusta á vísindin,“ segir Jón Magnús í fréttinni á Vísi sem lesa má hér.

Mynd/Skjáskot/Vísir