Söfnun fyrir Úkraínu

Vegna ákalls kollega í Úkraínu hafa Alþjóðasamtök lækna (WMA) og Fastanefnd evrópskra lækna (CPME) ákveðið að efna til söfnunar meðal lækna í heiminum í sjóð sem varið verður til að koma læknisaðstoð til Úkraínu. Aðildarfélög þessara samtaka eru hvött til að efna til söfnunar meðal félagsmanna sinna til að styðja við þetta framtak.

Ýmis systurfélög LÍ á Norðurlöndunum og víðar hafa þegar gefið fjármuni vegna stöðunnar í Úkraínu m.a. til samtakanna Læknar án landamæra en hyggjast einnig taka þátt í þessari söfnun.

Stjórn Læknafélags Íslands ákvað á fundi sínum 7. mars sl. að svara þessu ákalli WMA, CPME og lækna í Úkraínu og efna til söfnunar meðal lækna á Íslandi. Stjórn LÍ skorar því á alla félagsmenn sína að styðja þessa söfnun sem allra fyrst og leggja framlag sitt inn á reikningsnúmerið 0301-26-82235, kt. 450269-2639.

Jafnframt ákvað stjórn LÍ á þessum fundi að LÍ muni leggja á móti heildarframlögum félagsmanna allt að 1 millj.kr. Heildarstuðningur félagsmanna og LÍ verður því vonandi a.m.k. 2 millj.kr. Söfnunarfénu verður ráðstafað til áðurnefndrar söfnunar WMA og CPME.

Hér eru nánari upplýsingar um þessa söfnun