Varamaður kosinn á ársfundi Almenna lífeyrissjóðsins í dag

Ársfundur sjóðsins verður haldinn 22. mars nk.. Á fundinum verður kosið um einn varamann sem má vera af hvoru kyni. Varamenn þurfa ekki að tilkynna framboð fyrr en á ársfundi og verður þeim gefinn kostur á því að kynna sig á fundinum.

Tvö framboð bárust í tvö laus sæti í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins á ársfundi sjóðsins en framboðsfrestur rann út á miðnætti 15. mars 2018. Samkvæmt samþykktum skulu sitja jafnmargar konur og karlar í stjórn og að þessu sinni gátu eingöngu konur gefið kost á sér. Framboð barst frá Örnu Guðmundsdóttir, lækni og formanni Læknafélags Reykjvíkur, og Huldu Rós Rúriksdóttur, hæstaréttarlögmanni. Arna og Hulda Rós eru því sjálfkjörnar í stjórn sjóðsins til þriggja ára.