Siðfræðiráðstefna LÍ og WMA í Hörpu 2.-4. okt. 2018

Siðfræðiráðstefna LÍ og WMA í Hörpu 2.-4.okt. 2018

Ráðstefnan er hluti af 100 ára afmælisdagskrá LÍ. Það er vel við hæfi að ræða um siðfræði erfðafræðinnar á alþjóðlegri ráðstefnu um læknisfræðilega siðfræði hér á landi. Það eru fá samfélög þar sem umræða um erfðafræði og áhrif hennar hefur verið eins mikil og hér á landi. Um þetta málefn eru tvö yfirlitserindi og athyglisvert málþing.  Annað yfirlitserindið er flutt af Börthu Knoppers frá Kanada sem er sérfræðingur í notkun erfðaupplýsinga og er virk í mörgum alþjóðlegum samtökum á sviði erfaðfræðinnar. Hitt yfirlitserindið er flutt af Kára Stefánssyni sem óþarft er að kynna en hann mun ræða um erfðafræði algengra sjúkdóma með sérstöku tilliti til notkunar erfðaupplýsinga en Íslensk erfðagreining hefur verið áberandi í okkar samfélagi og hefur haft mikil áhrif.

Af öðrum málstofum og erindum má nefna siðfræðileg álitamál sem tengjast notkun heilbrigðisupplýsinga og gervigreindar í læknisfræði, umfjöllun um siðfræði rannsókna á mönnum og endurskoðun Helsinki yfirlýsingarinnar, líknarlækningar, heilsuvernd óskrásettra flóttamanna, læknisþjónustu í stríði og á átakasvæðum, læknþjónustu sjúklinga með geðræn vandamál, fagmennsku og góða starfshætti lækna. Erfiðar ákvarðanir í læknisfræði t.d. sem tengjast nýjungum og dýrum meðferðarúrræðum. Þá verður greint frá skýrslum um fundarröð WMA um lifslokameðferð.

Formaður undirbúningsnefndar ráðstefnunnar er Jón Snædal öldrunarlæknir og fyrrverandi forseti WMA – Alþjóðasamtaka lækna.  
Skráning á ráðstefnuna fer fram á heimasíðunni www.medicalethicsiceland.is 

Dagskrána má einnig nálgast í nýjasta hefti Læknablaðsins og lesa hér