Sem betur fer.... tölum við saman - Fundi með frambjóðendum streymt

Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og BHM standa fyrir pallborðsumræðunum Heilbrigði 2025 í dag, föstudaginn 17. september frá 10.30-12.00.

Fundinum verður streymt á YouTube: Heilbrigði 2025 og á Facebook: Facebookviðburður - Heilbrigði 2025

Hvernig ætlar næsta ríkisstjórn að nýta kjörtímabilið til að ná markmiðum um heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða árið 2030? Hver verður staðan árið 2025?

Flestar heilbrigðisstéttir landsins og meirihluti heilbrigðisstarfsfólks eru í félögunum sem standa að fundinum. Þrír ráðherrar og fulltrúar flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga nú í september sitja fyrir svörum.

Hver mæta?

Ásmundur Einar Daðason fyrir Framsóknarflokk

Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir Sjálfstæðisflokk

Svandís Svavarsdóttir fyrir Vinstri græn

Hanna Katrín Friðriksson fyrir Viðreisn

Helga Vala Helgadóttir fyrir Samfylkingu 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fyrir Pírata

Inga Sæland fyrir Flokk fólksins

María Pétursdóttir fyrir Sósíalistaflokkurinn

Nanna Gunnlaugsdóttir fyrir Miðflokk