Sem betur fer!

Í dag hófst sameiginleg herferð Læknafélags Íslands, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og BHM undir slagorðinu Sem betur fer.


 Félögin vilja með herferðinni vekja athygli á mikilvægi háskólamenntaðs fólks fyrir heilbrigði þjóðarinnar, verðmætasköpun í samfélaginu, samkeppnisstöðu á alþjóðavettvangi og sjálfbærni landsins til framtíðar.

 Læknafélag Íslands er stolt af sínum fulltrúum í herferðinni. Nú er það hlutverk félagsmanna að vera hreyfiafl umræðu og jákvæðra breytinga.

 Læknafélagið hefur af þessu tilefni sett upp heimasíðu (https://www.lis.is/is/sem-betur-fer) með skilaboðum frá íslenskum læknum inn í samfélagsumræðuna í aðdraganda Alþingiskosninganna.