Samstillts átaks er þörf

Biðtími eft­ir liðskiptaaðgerðum verður ekki stytt­ur með því einu að fjölga slík­um aðgerðum. Til að ná ár­angri þarf sam­stillt átak heil­brigðis­yf­ir­valda, Embætt­is land­lækn­is og heilsu­gæsl­unn­ar. Þriggja ára átak, sem átti að stytta bið eft­ir þess­um aðgerðum, bar ekki til­ætlaðan ár­ang­ur. Land­lækn­ir legg­ur m.a. til að þess­um aðgerðum verði út­vistað tíma­bundið. 

Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamanna­fundi sem hald­inn var í morg­un þar sem kynnt­ar voru niður­stöður skýrslu Embætt­is land­lækn­is um ár­ang­ur af biðlista­átak­inu.  „Biðtím­inn hef­ur vissu­lega styst,“  sagði Alma Möller land­lækn­ir á fund­in­um. „En ekki eins og von­ir stóðu til.“

Þetta var þrátt fyr­ir að aðgerðatíðni hefði auk­ist á þessu tíma­bili og að nú væru gerðar, að sögn Ölmu, 230 aðgerðir á hnjám og mjöðmum á hverja 100.000 íbúa hér á landi. Samið var um 911 „átaksaðgerðir“ á þessu til­tekna tíma­bili, fram­kvæmd­ar voru 827 aðgerðir og því voru 84 aðgerðir, eða 9% fyr­ir­hugaðra aðgerða sem ekki tókst að gera.

Sjá frétt á mbl.is