Ritrýndu grein sem vekur athygli í Ástralíu - Davíð O. og Guðný A. á Vísi

Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, og Guðný A. Árnadóttir, sérfræðingur í klínískri raðgreiningu erfðamengis hjá Íslenskri erfðagreiningu, ritrýndu fræðigreinina sem 90 vísindamenn og læknar byggðu á þegar þeir skoruðu á ríkisstjóra Nýju Suður-Wales í Ástralíu að náða Kathleen Folbigg. Þetta kemur fram í frétt Vísis.

Folbigg hefur setið í átján ár í fangelsi fyrir að myrða börnin sín fjögur. Vísindamennirnir telja hins vegar líkur á að þau hafi verið haldin erfðagalla.

„Þessi rannsókn sýndi fram á það að móðirin og dæturnar tvær reyndust vera með erfðabreytileika í geni sem kallast CALM2 og getur ýtt undir eða aukið áhættuna á skyndidauða,“ segir Davíð við Vísi. Hann sagði þó einnig að það skýrði ekki dauða allra barnanna. Drengirnir tveir hafi greinst með erfðabreytileika sem valdi alvarlegri og banvænni flogaveiki í músum.

Mynd/Skjáskot/Vísir

 

Sjá frétt Vísis hér.