Ríkisvæðingarsstefna dauðans

„Heil­brigðisráðherra virðist ekki skilja að reynsla sér­fræðilækna er ómet­an­leg, hún verður ekki met­in til fjár. Hún get­ur ekki skipu­lagt eða búið eitt­hvað kerfi í staðinn fyr­ir það. Ut­an­spít­ala­kerfi sem er rekið beint af sér­fræðing­um er af­leiðing af því að spít­ala­kerfið hef­ur ekki getað sinnt öll­um,“ seg­ir Ágúst Kára­son, bæklun­ar­lækn­ir og full­trúi Íslands í Fé­lagi evr­ópskra axla- og oln­boga­sk­urðlækna.

„Þetta er búið að þró­ast í ára­tugi, en það er eins og það sé heilaþvott­ur í gangi um það að það þurfi allt að vera rík­is­rekið inni á spít­öl­un­um en mis­skiln­ing­ur­inn er sá að sér­fræðikerfið, sem hef­ur alltaf verið með samn­ing við Sjúkra­trygg­ing­ar, er hluti af op­in­bera kerf­inu. Ef það leggst niður mun það þýða það að þjón­ust­an á spít­öl­un­um verður verri og það mynd­ast al­vöru tvö­falt kerfi,“ seg­ir Ágúst. 

Hann hitti blaðamann ásamt koll­ega sín­um, Ragn­ari Jóns­syni bæklun­ar­sk­urðlækni og þáver­andi for­manni Íslenska bæklun­ar­lækna­fé­lags­ins og nú­ver­andi for­seta Nor­rænu bæklun­ar­sk­urðlækna sam­taka til þess að ræða stöðuna sem upp er kom­in í þjóðfé­lag­inu varðandi heil­brigðis­kerfið en heil­brigðisráðherra, Svandís Svavars­dótt­ir, hef­ur beitt sér gegn nýliðun sér­fræðilækna utan sjúkra­húsa og komið  í veg fyr­ir að sér­fræðilækn­ar geti opnað stofu utan spít­ala.

 

Sjá frétt á mbl.is