Rétt að tala um nýtt afbrigði veirunni - Már á mbl.is

„Ný veira þýðir bara að þetta hef­ur verið ein­stak­ling­ur sem kom að utan. Þetta er ekki eitt­hvað sem hef­ur verið að malla hér inn­an­lands,“ seg­ir Már Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir á smit­sjúk­dóma­deild Land­spít­al­ans, við mbl.is um þær fregn­ir að „ný teg­und veiru“ hafi greinst hér á landi. Rétt­ara sé að tala um nýtt af­brigði af kór­ónu­veir­unni SARS-CoV-2.

„Hins veg­ar ef það fara koma upp til­felli inn­an­lands sem ekki eru með tengsl að utan og eru með sömu arf­gerð og þetta til­tekna af­brigði þá væri hægt að draga þá álykt­un [um seinni bylgju] en það er ótíma­bært að svo stöddu,“ út­skýr­ir Már í samtali við mbl.is.

Mynd/Læknablaðið

Lesa má fréttina hér.