Rannsóknir í læknisfræði, traust og fagmennska

Í ritstjórnargrein 12. tbl. Læknablaðsins er fjallað um rannsóknir í læknisfræði, traust og fagmennsku. Þar er vitnað í mál skurðlæknisins Paolo Macchiarinis. Þetta mál sem í daglegu tali hefur verið nefnt „plastbarkamálið“, er mikill álitshnekkir fyrir Karólínska sjúkrahúsið og Karólínsku stofnunina sem Macchiarini starfaði við frá árinu 2010, ekki síst eftir að í ljós kom að margir annmarkar voru á þessum lækningum og tilskilin leyfi skorti.

 

                          Sjá grein