Öryggi sjúklinga ógnað með áformunum

Frétt af mbl.is 

Lækna­fé­lag Íslands (LÍ) mót­mæl­ir rýmk­un heim­ilda til lyfja­á­vís­un­ar. Fé­lagið tel­ur breyt­ing­arn­ar ógna ör­yggi sjúk­linga og krefst fund­ar með vel­ferðar­nefnd Alþing­is.

LÍ hef­ur ít­rekað gagn­rýnt frum­varp til breyt­inga á lyfja­lög­um og lýs­ir nú yfir ein­dreg­inni and­stöðu við að aðrir en lækn­ar fái heim­ild til að ávísa lyfj­um. LÍ hef­ur á fyrri stig­um þess gert at­huga­semd­ir, bæði skrif­lega og á fund­um með heil­brigðisráðherra.

Í nýrri um­sögn LÍ til Alþing­is seg­ir m.a. að frum­varpið hafi verið lengi í vinnslu.

„Fyrri drög þessa frum­varps báru þess skýr merki að rík­ur vilji virðist vera til þess að fjölga þeim heil­brigðis­stétt­um sem hafa heim­ild til að ávísa lyfj­um. Gegn því leggst LÍ af full­um þunga. LÍ tel­ur slíka þróun ekki vera í þágu ör­ygg­is sjúk­linga og tel­ur þvert á móti að ör­yggi sjúk­linga verði bein­lín­is ógnað með slík­um áform­um.

Á fyrri stig­um hafa heil­brigðis­yf­ir­völd vegna þess­ara áforma sinna full­yrt að rýmk­un á ávís­ana­rétti til fleiri heil­brigðis­stétta en lækna sé til þess fall­in að létta und­ir með lækn­um. LÍ tel­ur þessa full­yrðingu dap­ur­lega og í versta falli hlægi­lega. Ávís­un lyfja krefst víðtækr­ar þekk­ing­ar í sjúk­dóma­fræði, klín­ísku mati, klín­ískri reynslu, þekk­ingu á sjúkra­sögu og lyfja­sögu sjúk­lings,” seg­ir í um­sögn­inni.

Sjá nánar frétt á mbl.is