Orðasafn í líffærafræði


Þriðja heftið í ritröðinni "Orðasafn í líffærafræði" er nú komið út á vegum Orðanefndar Læknafélags Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar. Nýja heftið, Æðakerfið,  inniheldur ensk, íslensk og latnesk heiti á slagæðum, bláæðum og vessaæðum mannsins. Heitunum fylgja skilgreining eða lýsing á hverri æð fyrir sig. Heftin eru fyrst og fremst ætluð nemum í heilbrigðisgreinunum, en geta vissulega komið starfsmönnum í heilbrigðisgeiranum að gagni við dagleg störf.

 

Háskólaútgáfan sér um dreifingu og Bóksala stúdenta um sölu, eins og fyrri heftin í þessari ritröð, Stoðkerfið og Líffæri mannsins.
Ritstjóri er Jóhann Heiðar Jóhannsson, læknir, en aðrir í ritstjórninni eru Hannes Petersen, prófessor í líffærafræði, og Ágústa Þorbergsdóttir, málfræðingur.