Nýr yfirlæknir krabbameinsdeildar

Agnes Smára­dótt­ir hef­ur verið ráðin yf­ir­lækn­ir lyflækn­inga krabba­meina á lyflækn­inga­sviði Land­spít­ala frá 1. des­em­ber 2018 til næstu 5 ára.

Agnes lauk embætt­is­prófi í lækn­is­fræði frá lækna­deild Há­skóla Íslands 1995, stundaði sér­fræðinám við Uni­versity of Conn­ecticut og lauk þaðan prófi í al­menn­um lyflækn­ing­um 2002 og blóðmeina­sjúk­dóm­um og lyflækn­ing­um krabba­meina árið 2005. Agnes starfaði sem sér­fræðing­ur í lyflækn­ing­um krabba­meina á Land­spít­ala á ár­un­um 2005-2014, Gund­er­sen Health System, La Crosse, Wiscons­in 2014-2017, kom svo aft­ur á Land­spít­ala árið 2017, að því er seg­ir á vef Land­spít­al­ans.

Sjá frétt á mbl.is