Nýr kjarasamningur skurðlækna

Samninganefnd Skurðlæknafélags Íslands skrifaði undir nýjan kjarasamning 30. ágúst sl. eftir fjóra samningafundi með samninganefnd ríkisins. Samningurinn var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem lauk á miðnætti 11.september. Samningurinn gildir til loka apríl árið 2019.