Nýjar úthlutunarreglur hjá Fjölskyldu- og styrktarsjóði lækna


Á fundi sínum hinn 21. febrúar sl. samþykkti stjórn Fjölskyldu- og styrktarsjóðs (FOSL) nýjar og rýmkaðar úthlutunarreglur sjóðsins fyrir árið 2022. Með breytingunum er brugðist við ábendingum félagsmanna varðandi styrki frá FOSL.

Styrkir FOSL 2022 eru:

 • Fæðingarstyrkur
 • Glasafrjóvgunarstyrkur
 • Veikindastyrkur
 • Endurhæfingarstyrkur
 • Styrkir fyrir heyrnartæki, gleraugu, nauðsynlegar læknisaðgerðir sem Sjúkratryggingar greiða ekki og tannviðgerðir
 • Styrkur fyrir sálfræðiaðstoð
 • Útfararstyrkur
 • Eingreiðslustyrkur

Helstu breytingar sem gerðar eru, eru eftirfarandi:

 • Fæðingarstyrkur er lækkaður úr 520.000 krónur í 450.000 krónur. Frá lækkun styrksins fá báðir foreldrar sem eru læknar fullan styrk en fengu áður einn og hálfan styrk.
 • Greiðslutími veikindastyrks er lengdur úr þremur mánuðum í fjóra.
 • Reglur um greiðslu eingreiðslustyrkja eru rýmkaðar og ná núna einnig til aðgerða, sem ekki eru greiddar af sjúkratryggingum, en sem eru þó læknisfræðilega nauðsynlegar, gleraugnakaupa, tannviðgerða eða sambærilegra útgjalda. Í þessum tilvikum er heimilt að greiða helming af útgjöldum, þó að hámarki 500 þús. kr. af kostnaði sem verður að vera að lágmarki 300 þús. kr.
 • Glasafrjóvgunarstyrkur er lækkaður úr 1.000.000 króna í 500.000 krónur.
 • Útfararstyrkur er einungis greiddur í eitt ár eftir starfslok í stað fimm ára áður. Fjárhæð styrksins er óbreytt, 750.000 krónur.

Þessar nýju reglur verða endurskoðaðar í lok árs til að meta reynsluna af þeirri rýmkun sem í þeim felast. Rétt er að undirstrika að enn er sjóðurinn að greiða hæstu styrkfjárhæðir sem þekkjast hjá nokkrum sambærilegum sjóðum en vissulega greiðir sjóðurinn ekki eins margar tegundir styrkja og ýmsir sambærilegir sjóðir.

Hinar nýju reglur má skoða nánar hér