Niðurgreiða aðeins valaðgerðir erlendis þrátt fyrir COVID - RÚV

Sjúkratryggingar Íslands vilja ekki greiða fyrir liðskiptaaðgerð sem kona var tilneydd til að gangast undir í Klíníkinni í Ármúla í kórónuveirufaraldrinum. Hefði hún farið til Svíþjóðar í aðgerðina, líkt og til stóð, hefðu tryggingarnar aftur á móti greitt allan kostnað. Þetta sagði í kvöldfréttum RÚV. Þar kemur fram að 830 manns bíði eftir að komast í liðskiptaaðgerðir á Landspítalanum.

Kristjana Helgadóttir skjólstæðingur Klíníkinnar segir frá því að hún hafi síðasta áratuginn glímt við arfgenga slitgigt. Hún hafi farið í þrjár liðskiptaaðgerðir. 

„Áður en ég fór á fyrra hné þá hugsa ég að ég hafi beðið í þrjú ár. Þá er ég sett á biðlista strax með seinna hné og bíð í einhver tvö ár eftir að komast að með það. Svo er mjöðmin farin núna og enn átti ég að fara að bíða. Ég var komin á dagskrá uppi á Akranesi með að fá aðgerð en það var að minnsta kosti árs bið í það,“ segir Kristjana við RÚV. 

Sagt er frá því að Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki gert samning við Klíníkina og því þurfi Kristjana að bera kostnaðinn sjálf. Það sé þrátt fyrir að öllum valkvæðum aðgerðum hafi verið frestað vegna Covid-19. 

Mynd/Skjáskot/Klíníkin

Sjá fréttina á RÚV hér.