Mikilvægt spálíkan um COVID-19 á Íslandi

„Framlag vísindamanna við HÍ sem unnið hafa spálíkan um þróun COVID-19 faraldurinn er afar mikilvægt innlegg til þess að skýra hvernig sjúkdómurinn gæti komið til með að hegða sér“ segir Reynir Arngrímsson formaður LÍ . Spálíkanið er enn eitt lóð á vogarskálarnar í baráttu sem við verðum öll sem þjóð að standa saman um“.  Spálíkanið gerir ráð fyrir að allt að 200 manns geti þurft að leita á sjúkrahús og 50 þeirra á gjörgæslu að halda við alvarlegustu aðstæður segir í kynningu frá HÍ.  „Til að bregðast við þessu verðum við öll í okkar samfélagi að leggjast á eitt til að koma í veg fyrir að of margir veikist á skömmum tíma“, segir Reynir. „Sýnum varfærni í samskiptum og virðum tilmæli heilbrigðisstarfsmanna og fylgjum leiðbeiningum sóttvarnarlæknis“. 

Landlæknir hefur bent á að við þurfum að dreifa álaginu yfir lengri tíma til að ekki skapist toppar þar sem margir þurfa á sjúkrahúsvist eða gjörgæslu að halda í einu. Niðurstöður vísindamannanna sína að við verðum að taka þessi tilmæli alvarlega. „Við gerum það með því að draga úr beinum samskiptum og nýta okkur síma og samkiptatækni til fjarfunda til að leysa úr daglegum verkefnum“ segir formaður Læknafélags Íslands. „ Nú er tíminn til að verja meiri tíma með fjölskyldum okkar og slá skjaldborg um ættingja okkar í áhættuhópum sem gætu veikst alvarlega með minnka líkur á að þeir kunni að smitast“.  

 

Hér má nálgast frétt frá HÍ og upplýsingar um spálíkanið