Lyf á markað í stað undanþágulyfja

Lyfjastofnun vill vekja athygli á því að komin eru á markað lyf sem leysa af hólmi nokkur algeng undanþágulyf. Ekki er því þörf á að sækja um heimild til að nota undanþágulyf í þessum tilfellum.

Almenna reglan er sú að slíkar undanþágubeiðnir eru endursendar með upplýsingum um að nú sé skráð lyf fáanlegt gegn venjulegum lyfseðli. Ef nauðsynlegt er að nota ákveðið óskráð sérlyf fyrir einstaka sjúklinga verður það að koma fram í rökstuðningi læknis.

Sjá frétt á vef Lyfjastofnunar