Lokun Domus Medica skelfileg tíðindi - Reynir í Morgunblaðinu

„Þetta eru skelfileg tíðindi. Domus Medica hefur verið flaggskipið í sjálfstæðri læknisþjónustu um áratuga skeið,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, um boðaða lokun Domus Medica í Morgunblaðinu á laugardag.

„Þessi ákvörðun er fyrst og fremst afleiðing af tvennu. Fyrst þeim rekstrarskilyrðum sem ríkisstjórnin hefur boðið sjálfstætt starfandi læknum upp á. Það er mjög erfitt að stunda þennan rekstur við núverandi aðstæður.“ Hann seg­ir að stjórn­völd hafi í raun lokað fyr­ir nýliðun sér­greina­lækna.

Sjá fréttina á mbl.is hér.