Ljóða- og örsögukvöldið 2. mars

Föstudagskvöldið 2. mars kl. 20:00 var haldið ljóða- og örsögukvöld í Hlíðasmáranum. Frábær dagskrá var í boði þar sem læknar lásu úr verkum sínum, það voru þau Valgarður Egilsson, Stefán Sigurkarlsson, Guðrún Hreinsdóttir, Brynjólfur Ingvarsson, Valgerður Þorsteinsdóttir, Hlynur Grímsson, Ferdinand Jónsson, Auðólfur Gunnarsson, Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, Eiríkur Jónsson, Magnús Skúlason, Ögmundur Bjarnason og Ari Jóhannesson. 

Um 130 manns komu á ljóðakvöldið. 


Umsjón með dagskránni hafði Ferdinand Jónsson ljóðskáld og geðlæknir en kynnir kvöldsins var Gerður Gröndal gigtarlæknir.

 

Myndir frá kvöldinu má sjá hér