Landspítali skoðar óánægju með álagsgreiðslur - Bakverðir í fjölmiðlum

Fram­kvæmda­stjórn Land­spít­al­ans hefur kallað form­lega eftir athuga­semdum frá stjórn­endum deilda spít­al­ans vegna óánægju heil­brigð­is­starfs­fólks úr bak­varða­sveit­inni með álags­greiðslur sem greiða á út nú um mánaðamótin. Þetta kemur fram í Kjarnanum.

Fréttir hafa verið að berast af óánægju starfsmanna. Gréta María Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu Landspítala, sagði til að mynda frá því í útvarpsþættinum Reykjavík síðdagis að hún fengi 1.094 krónur eftir skatt.

Gréta María sagði þar að hún hafi kom sérstaklega til starfa aftur sem bakvörður en hún er nú í fæðingarorlofi. Hún hafi mætt á fimm til sex vaktir í viku á spítalanum yfir um mánaðarlangt tímabil og verið frá fimm mánaða gömlu barni sínu. 

„Ég svo sem bjóst aldrei við neinu í byrjun, enda var ég ekki að gera þetta út af einhverjum bónus. Þegar var tilkynnt að ríkið ætlaði að veita þessum milljarði í þakklætisvott urðu allir þakklátir fyrir það enda rausnarleg gjöf. En svo sér Landspítalinn um að deila því til starfsfólks, þannig að þetta er sennilega það sem þeim fannst vera nóg fyrir okkur í bakvarðarsveitinni eða þá sem eru skráðir í tímavinnu,“ sagði Gréta María og var einnig ritað á Vísi.

Umbunin umrædda sem kom úr launaumslagi Grétu nú um mánaðamótin var 6.775 krónur. 5.681 króna var dregin frá og eftir stóðu þá 1.094 krónur samkvæmt fréttum.

Í frétt Kjarnans lýsir einn bak­varð­anna, svæf­ing­ar­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn Arna Rut O. Gunn­ars­dótt­ir, því að hún teldi þá upp­hæð sem hún fær „nið­ur­lægj­andi“ og engan veg­inn end­ur­spegla fram­lag hennar á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans. 

Mynd/Skjáskot/Kjarninn

Lesa frétt Kjarnans hér.

Lesa frétt um Grétu.

Lesa frétt um Örnu.