Læknaráð með þungar áhyggjur - Gunnar Bjarni á RÚV

Stjórn Læknaráðs Landspítala lýsir yfir þungum áhyggjum af því að vinnsla leghálssýna í krabbameinsleit hafi verið flutt úr landi, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Þetta kom fram í fréttum RÚV á laugardag. Ráðið fundaði á föstudag og voru drög að ályktun ráðsins birt í fréttinni.

Gunnar Bjarni Ragnarsson, formaður Félags krabbameinslækna og varaformaður Læknaráðs, segir Læknaráð vilja reyna allt til að snúa þessu stórslysi sem sé í uppsiglingu við.

„Í mínum augum er þetta aðför að heilsu kvenna í landinu.“ Hann hafni rökum um að sýnin séu betur komin utan landssteinanna.

Í síðustu viku undirritaði Heilsugæslan samning við danska sjúkrahúsið Hvidrove til þriggja ára.

Mynd/Skjáskot/RÚV

Sjá má fréttina hér.