Læknablaðið er komið út

Við hefðum getað greint öll sýnin sem biðu, og auk þess tekið að okkur allar HPV-skimanirnar á Íslandi með nýja afkastamikla tækinu okkar. Ekki nein spurning um skort á öryggi og gæðum, enda fékk deildin faggildingu frá SWEDAC á síðasta ári, “ segir Karl, prófessor og yfirlæknir, um skimanir á sýnum úr leghálsi kvenna hér á landi. Fréttin birtist í 3. og nýjasta tölublaði Læknablaðsins en blaðið kom út í dag. 

Karl bendir á að deildin hafi sinnt HPV--greiningum fyrir Krabbameinsfélagið síðustu tvö árin, eða þar til Heilsugæslan tók við. Verðið hefði verið sambærilegt því sem gerist í Svíþjóð og ódýrara með nýja tækinu. Fréttin hefur þegar vakið athygli. Einnig svar Ríkiskaupa sem segir að Kærunefnd útboðsmála geti lýst samning óvirkan eða beitt öðrum viðurlögum sé upphæðin umfram nærri 98 milljóna króna.

Fjölmargt má lesa í nýja blaðinu. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir í ritstjórnargrein frá byltingu í þróun bóluefna.

„Reynslan af þróun bóluefna gegn COVID-19, prófunum, mati og framleiðslu, verður ómetanleg við þróun nýrra og betri bóluefna gegn þekktum sýklum og komandi faröldrum af völdum óþekktra sýkla,“ segir hún.

Rafn Benediktsson, prófessor í læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítala, segir í ritstjórnargrein sinni offitu hafa aukist verulega á Íslandi á undanförnum áratugum. Hann nefnir nokkur ráð sem má lesa um hér.

Þrennar fræðigreinar eru í blaðinu:

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir eina af meginástæðum minnkandi framleiðni íslenskra lækna, sem mæld sé af McKinsey, megi rekja til kjarasamninga frá árinu 2015. Markmiðið hafi verið að minnka „allt of mikið“ álag á þá. Sjá hér.

  • Sjáðu viðtalið við Rasmus Erik Strandmark er fyrsti erlendi læknirinn sem stundar sérnám í bráðalækningum í skiptinámi á Landspítala hér.
  • Sjáðu viðtalið við Önnu Björnsdóttur sem segir Parkinson-sjúklingum á Íslandi mismunað hér.

Læknablaðið gerir enn Læknadögum skil. Opna er í blaðinu um málþingið í minningu Margrétar Oddsdóttur skurðlæknis sem lést árið 2009: „Andi hennar lifir og ég trúi að það verði alltaf svo,“ sagði Jonathan J. Lewis, skurðlæknir og lífeðlisfræðingur á Yale-háskólasjúkrahúsinu, á málþingi á Læknadögum í minningu Margrétar Oddsdóttur skurðlæknis en hún lést árið 2009. Röð minningafyrirlestra um Margréti eru haldnir í Yale á hverju ári.

Hér má nálgast blaðið.