Kynningarfundur um störf hjá Læknum án landamæra

Læknar án landamæra (MSF) eru á leið til Íslands til að halda tvo kynningarfundi um vettvangsstarf og til að fræða lækna um hvernig þeir geta orðið starfsmenn á vettvangi fyrir MSF.
Það er alltaf mikil þörf fyrir lækna, sérstaklega sérfræðilækna og sem slíkur er oft raunhæft að fara styttri ferðir en gefið er til kynna á heimasíðum samtakanna.

 

Staður:  KEX, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík

Stund:  25. og 26. júní kl. 18:00-20:00

 

Tenglar á atburðasíðurnar á Facebook

• https://www.facebook.com/events/414925832391652/

• https://www.facebook.com/events/959695324421610/

 

Hefur þú áhuga á að vinna fyrir Lækna án landamæra? Þá er þessi fundur fyrir þig!

Á fundinum færðu upplýsingar um ráðningarferlið, hvaða starfshæfni og reynsla nýtast best á vettvangi, almennar upplýsingar um samtökin og heyrir frásögn íslensks vettvangsstarfsmanns sem hefur farið í nokkrar ferðir til starfa með MSF.

Íslenskum starfsmönnum á vettvangi fer fjölgandi og við höfum áhuga á að fá fleiri hæfa vettvangsstarfsmenn frá Íslandi. Á fundinum færðu tækifæri til að hitta ráðningastýru vettvangsstarfa og spyrja hana allra þeirra spurninga sem þér koma til hugar. MSF hefur þörf fyrir bæði heilbrigðismenntaða og aðra starfsmenn, en á vettvangi er 31 tegund staða sem þarf að manna og því þörf fyrir fjölmennan hóp fólks með mismunandi starfshæfni. 

Ef þig þyrstir í meiri upplýsingar fyrir fundinn er hægt að nálgast frekari upplýsingar á íslensku á https://www.legerutengrenser.no/island, á norsku á https://www.legerutengrenser.no/ og á ensku hjá belgísku skrifstofu MSF https://www.msf-azg.be/en.