Konur í forystu norrænu læknafélaganna

World Medical Association (WMA) hélt í apríl síðastliðinn árlegan vorfund sinn. Á fundinn mættu formenn þeirra læknafélaga sem aðild eiga að WMA.
Í fyrsta skipti í sögunni eru konur í formennsku fyrir öll norrænu læknafélögin ásamt því að forseti WMA er einnig kona, Heidi Stensmyren frá Svíþjóð, en Heidi var lengi formaður sænska læknafélagsins. 

Af þessu tilefni var  meðfylgjandi mynd tekin af formönnunum og sýnir frá vinstri;  Sofia Rydgren Stale frá Svíþjóð, Heidi Stensmyren forseta WMA, Anne Karin Rime frá Noregi, Niina Koivuviita frá Finnlandi, Camilla Noelle Rathcke frá Danmörku og Steinunni Þórðardóttur formann LÍ.