Íslenskur læknir í Svíþjóð sinnir COVID-sjúkum - Edda á Stöð 2

„Það koma dagar þar sem það virðist engu skipta hvað ég geri, sjúklingunum versnar bara og versnar.“ 

Þetta sagði Edda Pálsdóttir, sérnámslæknir á Covid-gjörgæslu Sahlgrenska sjúkrahúsins í Gautaborg í Svíþjóð, í Íslandi í dag í gærkvöldi. 

Farið var yfir stöðuna í Svíþjóð. Hún sagði frá því hvernig þau ynnu án hlífðarfatnaðar og hversu erfitt væri að bera ekki saman stöðuna í Svíþjóð og á Íslandi þar sem allt öðruvísi hefur verið tekið á veirunni.

Samkvæmt sjáborði Johns Hopkins sjúkrahússins um kórónuveiruna hafa tæpar tíu milljónir manna verið greindir með COVID-19 um allan heim. Ríflega 62 þúsund hafa verið greindir í Svíþjóð og 5.200 látist.

Mynd/Skjáskot/Vísir

Sjá viðtalið við Eddu á Stöð 2 hér.

Samantekt á Vísi hér.