Íslensk erfðagreining hættir landamæraskimun - Kári á Vísi og RÚV

Íslensk erfðagreining hefur ákveðið að hætta að greina sýni úr landamæraskimun eftir viku. Kári Stefánsson forstjóri segir Landspítalanum ekki vorkunn að setja upp rannsóknastofu á sjö dögum. Kári greinir frá ákvörðun sinni í grein á Vísi.

Í greininni segir Kári: „Við féllumst á að taka þátt í byrjun (ekki til eilífðarnóns), en þegar við urðum ekki vör við neinar raunverulegar áætlanir um að einhver tæki við af okkur sem hefði til þess burði urðum við óróleg, vegna þess að án þess að sjá fyrir endann á okkar framlagi gátum við ekki réttlætt að halda þessu áfram vegna þess að okkar dagvinna felst í allt öðru.“

Forsætisráðherra segir við ákvörðuninni: „Ég hef fullan skilning á því að Íslensk erfðagreining geti ekki sinnt þessu til eilífðarnóns,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við fréttastofu RÚV. Hún segir ákvörðun Kára kalla á nýja nálgun en þó sé mikilvægt að stjórnvöld hafi áfram kost á að leita til fyrirtækisins um framhaldið.

Sóttvarnalæknir segir í frétt á Vísi.is að taka þurfi upp aðra nálgun á kórónuveiruskimanir hér á landi, í ljósi þess að Íslensk erfðagreining (ÍE) hyggist hætta aðkomu sinni að þeim. Hann leggur þar áherslu á að fyrirtækið hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar.

Karl G. Krist­ins­son, yf­ir­lækn­ir á veiru­fræðideild Land­spít­al­ans, seg­ir á mbl.is deild­ina ekki í stakk búna til þess að taka við landa­mæra­skimun af Íslenskri erfðagrein­ingu fyrr en í lok ág­úst. 

Samkvæmt síðunni Covid-19 greindust þrír þann 4. júlí. Hátt í 270 eru í sóttkví og 16 í einangrun.

 Mynd/Skjáskot/Decode

Opið bréf Kára hér

Sjá frétt RÚV hér.

Sjá frétt mbl.is hér.

Sjá viðbrögð forsætisráherra á RÚV hér.