Í þessum sporum fram að bóluefni - Þórólfur í Fréttablaðinu

„Við verðum, held ég, í þessum sporum þangað til við fáum bóluefni,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, við Fréttablaðið sem spurði hann um það hverju landsmenn megi búast við í þróun kórónaveirufaraldursins á næstu vikum. 

Veiran verði í íslensku samfélagi þar til bóluefni fynnist. „Það eru um tíu framleiðendur í endastigsrannsóknum á bóluefni og við verðum bara að vona að niðurstöðurnar verði gott og öruggt bóluefni sem virki.“ 

Íslendingar megi búast við að fá bóluefni. „Það er eins öruggt og hægt er að segja, því að við erum í samstarfi við Evrópusambandið sem er búið að gera samninga við nokkuð marga framleiðendur svo ég held að það sé ekki hægt að vera tryggari.“

Þríeykið svokallaða ritar grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar eru aðgerðir yfirvalda varin og áhrif ólíkra sóttvarnaraðgerða metin. „Mikilvægt er að þjóðin standi áfram saman, þá mun okkur farnast best,“ segir þar í niðurlaginu. „Það er okkar bjargfasta skoðun að yfirvegun og samstaða er besta sóttvörnin.“

Mynd/Skjáskot/Fréttablaðið

Frétt Fréttablaðsins hér.

Grein þríeykisins á síðu 20 hér.