Hvetja heimilislækna til að hætta að skrifa tilvísanir vegna barna

Félag íslenskra heimilislækna hefur sent frá sér áskorun til félagsmanna um að „taka höndum saman og hætta að skrifa út tilvísanir vegna barna frá og með 15. febrúar 2024“.

Ástæða tilmælanna sé fjórþætt; langflestar tilvísanir séu gerðar án beinnar aðkomu heimilislækis og eingöngu vegna skrifræðis í kerfinu, Sjúkratryggingar geri kröfu um tilvísun sem forsendu niðurgreiðslu, hætta sé á að mikilvægar upplýsingar frá lækni týnist í „umframflóði pappírs“, og tilvísunarkrafan sé ekki einungis til að auka álag á heimilis- og barnalækna heldur valdi hún einnig óþarfa álagi á foreldra.

Sjá frétt á visir.is