Hvatning til skráningar í bakvarðasveit

Frá landlækni og sóttvarnalækni:

Nú rís stór bylgja í heimsfaraldri COVID-19 og líklegt að omicron afbrigðið verði ríkjandi.
Það virðist gríðarlega smitandi og að fyrri sýkingar/bólusetning verndi ekki sem skyldi, þó eru vonir bundnar við að örvunarskammtur verndi gegn alvarlegum veikindum.

Svo virðist sem innlagnir séu helmingi fátíðari en af völdum delta afbrigðisins.
Í Danmörku er innlagnarhlutfall af völdum omicron nú 0.7%.
Vissulega er uppi óvissa um þetta en ljóst að ef smit verða mjög mörg getur innlögnum fjölgað verulega.

Staðan á Landspítala hefur eins og kunnugt er verið þung til lengri tíma og væri aukinn fjöldi innlagna vegna COVID-19 verulegt áhyggjuefni.
Verið að skoða ýmsar leiðir til að bregðast við.

Því biðla landlæknir og sóttvarnalæknir til lækna sem tök eiga á, að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu á vef heilbrigðisráðuneytis https://www.stjornarradid.is/raduneyti/heilbrigdisraduneytid/skraning/

Hægt er að skrá sig til fjölbreyttra starfa.