Ólíklega hægt að aflétta mörgum hömlum - Magnús á Bylgjunni

Ólíklegt er að hægt verði að aflétta mörgum hömlum sem settar hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins fyrr en bóluefni er komið gegn veirunni. Þetta sagði Magnús Gottfreðsson, prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. 

„Sumar af þessum breytingum sem að mælt hefur verið fyrir eru komnar til að vera þangað til við höfum bóluefni. Ég held að það sé afskaplega ósennilegt að við náum hjarðónæmi og getum einhvern vegin aflétt öllum þessum hömlum vegna þess að fólk er orðið almennt varið með sínum náttúrulegu mótefnum,“ sagði hann við Kristján Kristjánsson á Bylgjunni.

„Meira að segja í Svíþjóð, Bretlandi og í New York þar sem sýkingin hefur geysað og verið býsna hörð þar er hjarðónæmi mjög langt frá því að teljast fullnægjandi til að hamla gegn útbreiðslu,“ sagði Magnús.

Hér má hlusta á viðtalið.