Helgi Kjartan Sigurðsson skurðlæknir er látinn

Helgi Kjart­an Sig­urðsson skurðlækn­ir lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans 6. ág­úst sl., 55 ára að aldri. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Helga er Birna Björk Þor­bergs­dótt­ir. Þau áttu þrjú börn.

Helgi Kjart­an fædd­ist í Reykja­vík 8. októ­ber 1967, son­ur hjón­anna Sig­urðar G. Sig­urðsson­ar og Guðríðar Helga­dótt­ur. Sigurður lifir son sinn.

Helgi Kjartan varð stúd­ent frá Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja árið 1987 og lauk prófi frá læknadeild Há­skóla Íslands 1994. Hann fór til Noregs í sér­fræðinám í skurðlækn­ing­um við Há­skóla­sjúkra­húsið í Stavan­ger, fékk sér­fræðirétt­indi í al­menn­um skurðlækn­ing­um árið 2001 og í kviðar­hols­skurðlækn­ing­um árið 2003. Hann lauk doktors­prófi í krabba­meins­skurðlækn­ing­um frá Há­skól­an­um í Ber­gen í Noregi árið 2008.

Helgi Kjartan starfaði sem deild­ar­lækn­ir á svæf­ing­ar- og skurðdeild Borg­ar­spít­al­ans árin 1995-1996, en 1996-1997 vann hann jafn­framt sem lækn­ir í þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Hann starfaði sem sér­fræðing­ur í kviðar­hols­skurðlækn­ing­um á Land­spít­ala frá 2007 til dán­ar­dags. Hann var einn stofn­enda Miðstöðvar melt­inga­lækn­inga árið 2013 á Lækna­stöðinni í Glæsi­bæ og starfaði þar sem sér­fræðing­ur í skurðlækn­ing­um til dán­ar­dags. Frá ár­inu 2022 starfaði hann einnig á Lækna­stöð Ak­ur­eyr­ar. Hann var aðjunkt við Læknadeild Háskóla Íslands um árabil og var virkur í kennslu á Landspítala.  

Helgi Kjartan var virk­ur í félagsmálum lækna, sat í samn­inga­nefnd ungra lækna 1996-1997, var formaður Skurðlækna­fé­lags Íslands 2012-2016 og var gjaldkeri sama fé­lags­ 2016-2018.

Helgi Kjart­an var far­sæll í starfi og naut virðing­ar sam­starfs­manna sinna og sjúk­linga.

Læknafélag Íslands sendir eiginkonu Helga Kjartans, börnum, tengdabörnum, föður og öðrum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Helga Kjartans er minnst með miklu þakklæti fyrir störf hans sem læknis og félagsstörf hans í þágu lækna.