Haraldur Briem ritar skýrslu um leghálsskimanirnar - RÚV

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið Haraldi Briem, fyrrverandi sóttvarnalækni, að vinna skýrslu um skipulag og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi. RÚV greinir frá. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar, gagnrýnir það harðlega og segir hann vart óháðan.

Samkvæmt frétt heilbrigðisráðuneytisins gerir það ráð fyrir að skýrslan verði tilbúin til afhendingar í lok fyrstu viku júnímánaðar. Hér má sjá skýrslubeiðnina á vef Alþingis.

Mynd/Skjáskot/RÚV