Guðrún Ása ráðin aðstoðamaður Willums

Guðrún Ása Björns­dótt­ir lækn­ir hef­ur verið ráðin aðstoðarmaður Will­um Þórs Þór­son­ar heil­brigðisráðherra.

Guðrún Ása er með BS-gráðu í líf­efna­fræði frá Há­skóla Íslands, MB ChB-gráðu í lækn­is­fræði frá Warwick-há­skóla í Bretlandi og legg­ur stund á doktors­nám í lækn­is­fræði við Há­skóla Íslands.

Við doktors­nám sitt er Guðrún Ása að sér­hæfa sig í öldrun­ar­lækn­ing­um og hef­ur hún víðtæka starfs­reynslu inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins. Hún hef­ur sam­hliða störf­um sín­um sem lækn­ir sinnt rann­sókn­um og kennslu við Há­skóla Íslands.

Guðrún Ása hef­ur gegnt fjöl­mörg­um trúnaðar­störf­um fyr­ir Lækna­fé­lag Íslands. Hún var formaður Fé­lags al­mennra lækna, sat í stjórn Lækna­fé­lags Íslands og út­gáfu­stjórn Lækna­blaðsins árin 2018-2020 og í lækn­aráði Land­spít­al­ans árin 2017-2020.

Hún hef­ur setið í ýms­um nefnd­um og starfs­hóp­um á veg­um heil­brigðisráðuneyt­is­ins, Land­spít­ala, Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins og Lækna­fé­lags Íslands. Meðal ann­ars í samn­inga­nefnd Lækna­fé­lags Íslands árin 2019 til 2021 og er ný­lega tek­in við sem formaður samn­inga­nefnd­ar­inn­ar en læt­ur af þeim störf­um nú.

Guðrún Ása er gift Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og sam­an eiga þau fjög­ur börn.

Sjá frétt á mbl.is