Golfsumarið mikla 2022

Sumarið 2022 eru fyrirhuguð þrjú golfmót á vegum Læknagolfsins. Sá eða sú sem flesta punkta fær með forgjöf í lokamótinu í Garðabænum á GKG vellinum 3. sept verður krýndur golfmeistari lækna sumarið 2022.

Við munum reyna eins og undanfarin sumur að ræsa út á fleiri en einum teig í einu. Það tekst ekki alltaf því vellirnir eru mikið bókaðir. Vonandi sjá sem flestir sér þó fært að vera viðstaddir verðlaunaafhendingu. Í sumum tilfellum mun það þýða nokkra bið fyrir þá sem fyrstir koma í hús.

Nýbreytni í ár er að mótin eru nú haldin um helgar vonandi eykur það þátttökuna.

Hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst þegar skráning í mótin opnar á golf.is, það auðveldar alla framkvæmd. Gert er ráð fyrir 30-40 rástímum í hverju móti.

Tannlæknaslagurinn verður svo 11. september.


Nánari upplýsingar um mótin er að finna á innrivefnum.