Glæsileg tónlistarhátíð í Eldborginni

Boðið verður upp á glæsilega tónlistarhátíð í Eldborg nk. mánudag, þar munu fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar bjóða upp á tónlistarveislu af bestu gerð.

Þau sem koma fram eru þau Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson og Valdimar Guðmundsson. Tónlistarhátíðin hefst um 16:30.

Í tilefni afmælisins var sérstaklega settur saman kvartett úr Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt hljómsveit undir stjórn Guðmundar Óskars Guðmundssonar tónlistastjóra. Þetta er tónlistarhátíð sem enginn ætti að missa af.