Fyrsti félagsfundur Félags sjúkrahúslækna

Fyrsti félagsfundur Félags sjúkrahúslækna var haldinn 13. september.

María I. Gunnbjörnsdóttir greindi frá undirbúningi stjórnar að málefnagrunni fyrir stefnumótun og framtíðarsýn fyrir félagið og lækna á fundinum.  Kosnir voru 17 fulltrúar og jafn margir varafulltrúar á aðalfund LÍ sem haldinn verður í nóvember. Gunnar Mýrdal hjartaskurðlæknir var kjörinn fulltrúi FSL í stjórn LÍ frá næsta aðalfundi og tekur sæti þar ásamt Maríu formanni. Aðrir í stjórn félagsins eru Hjörtur F. Hjartarson bæklunarskurðlæknir, Sunna Snædal nýrnalæknir, Ólafur Samúelsson öldrunarlæknir og Ragnheiður Baldursdóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.

Ánægjulegt var að sjá blómlegt starf fara af stað í félaginu og öfluga stjórn í fararbroddi. FSL kemur inn sem sterkt afl í samfélag og samtök lækna með skýra sín á hlutverk sitt.