Fyrsta framlag íslenskra lækna til Úkraínu verður sent strax eftir helgi

Framlög frá læknum, félögum lækna og fyrirtækjum þeirra halda áfram að berast. Í dagslok 11. mars höfðu safnast u.þ.b. 4,5 millj. kr. Að viðbættu framlagi LÍ nemur söfnunarfjárhæðin því um 5,5 millj. kr. 
Rætt var við Steinunni Þórðardóttur formann LÍ um söfnunina á Rás 1 í dag. 

Stjórn LÍ finnst mikilvægt að þetta söfnunarfé verði sent í sjóð WMA sem allra fyrst og mun því strax eftir helgi senda þá fjármuni sem þá hafa safnast til sjóðs WMA. 

Læknar, sem ekki hafa þegar lagt söfnuninni lið en hyggjast gera það, eru hvattir til að millifæra framlag sitt eigi síðar en mánudaginn 14. mars. Söfnunin heldur þó áfram eitthvað fram eftir mánuðinum, þótt fyrsti hluti söfnunarfjárins verði sendur eftir helgi. 

Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0301-26-82235, kt. 450269-2639.

Stjórn LÍ þakkar félagsmönnum frábærar undirtektir við þessa söfnun.