Frá stjórn LÍ vegna ástandsins í Úkraínu


Stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) fordæmir þá fordæmalausu ákvörðun stjórnvalda í Rússlandi að ráðast inn í Úkraínu, sjálfstætt og fullvalda grannríki. Stjórn LÍ tekur undir yfirlýsingar Alþjóðasamtaka lækna (WMA) og Fastanefndar evrópskra lækna (CPME) og hvetur stjórnvöld í Rússlandi til að virða störf lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks og hlutleysi heilbrigðisstofnana. Læknar á Íslandi standa með kollegum sínum í Úkraínu og senda þeim hlýhug og hugheilar kveðjur á þessum erfiðu tímum með von um að styrjöldinni ljúki sem allra fyrst. Sérstök skilaboð þessa efnis hafa þegar verið send frá formanni LÍ til formanns stjórnar Læknafélags Úkraínu.

Yfirlýsing WMA: https://www.wma.net/news-post/world-doctors-deplore-russian-aggression-in-ukraine/

Yfirlýsing CPME: https://www.cpme.eu/medical-neutrality-must-be-observed-in-ukraine/

Frétt á heimasíðu WMA um yfirlýsingar WMA og CPME um stöðuna í Úkraínu: https://www.wma.net/news-post/medical-neutrality-must-be-observed-in-ukraine/