Segir samtakamáttinn hafa verið öflugri - Ragnar á mbl.is

„Það var gríðarleg­ur sam­taka­mátt­ur hérna sein­ast og all­ir lögðust á eitt, en maður finn­ur ekki al­veg sama and­ann í þetta skiptið,“ seg­ir Ragn­ar Freyr Ingvars­son, um­sjón­ar­lækn­ir á göngu­deild COVID-19 á Land­spít­al­an­um í viðtali við mbl.is. 

„Ég held að við hefðum kosið að fá smá and­rými, auðvitað hefði líka átt að vera búið að semja við heil­brigðis­stétt­ir,“ seg­ir hann og bendir á að ósamið er við lækna og launaliður í samn­ingi hjúkr­un­ar­fræðinga  á leið í gerðardóm. 

Ragn­ar seg­ir í fréttinni að fólk­inu með virk smit á land­inu heils­ist öllu vel þessa stund­ina. Eng­inn er inniliggj­andi af þeim tíu virku smit­um sem vitað er af á land­inu. Hann seg­ir að ef far­ald­ur skell­ur á af full­um þunga sé deild­in í ástandi til að tak­ast á við það. Það gæti þó orðið tví­sýnt.

„Enn sem komið er eru þetta ró­leg­heit hjá okk­ur en helm­ing­ur­inn af starfsliðinu er samt í sum­ar­fríi. Þannig að ef það kem­ur far­ald­ur þá er helm­ing­ur fólks­ins hérna ekki í vinnu. Við vor­um ekki höfð með í ráðum þegar ákveðið var að opna landa­mær­in og það er eng­in sér­stök stemn­ing hér á meðal starfs­fólks að fara að glíma við þetta vanda­mál strax aft­ur,“ seg­ir hann við mbl.is.

Mynd/Skjáskot/mbl.is

Lesa fréttina á mbl.is