Felix Valsson fær fálkaorðu

Felix Valsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir, fékk heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær , 17. júní fyrir forystu við innleiðingu nýrrar tækni á sviði lækninga og framlag til björgunarstarfa. Læknafélagið óskar honum hjartanlega til hamingju.

Felix, lengst til hægri á hópmynd, útskrifaðist frá MR árið 1975, frá læknadeild í HÍ árið 1982 og stundaði doktorsnám við Gautarborgarháskóla árin 1991-1996, samkvæmt bókinni Læknar á Íslandi sem gefin var út árið 2000.

Felix hefur vakið athygli í starfi. Til að mynda fyrir sinn þátt í björgunarafreki er hann tók á móti tveimur piltum sem urðu eftir í bílnum sem fór í Hafnarfjarðarhöfn föstudagskvöldið 17. janúar 2020. Felix lýsti bata þeirra sem kraftaverki. „Það er ekkert ofsögum sagt að segja að þetta sé hálfgert kraftaverk. Nei, ég hugsa að það sé alveg óhætt að kalla þetta kraftaverk. Það er ekkert minna.“ Sjá frétt RÚV hér.

Mynd/forseti.is/skjáskot/RÚV

 

  • Frétt forseta Íslands hér
  • Sjónvarpsfrétt frá afhendingunni RÚV hér