Landlæknir vonast eftir skjótum árangri - Alma D. á RÚV

Alma D. Möller landlæknir ræddi um líðan fólks á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hún voni að það takist fljótt að kveða niður sýkinguna sem brotist hefur út. Óvissan nú geti valdið mörgum kvíða og áhyggjum.

„Og þá ætla ég að minna á að á covid.is er hnappur sem heitir Líðan okkar og þar er að finna gagnleg ráð og upplýsingar fyrir þá sem hafa kvíða og áhyggjur.  Og síðan vil ég að viðhöfðu samráði við Rauða krossinn minna á símann 1717 og netspjallið fyrir þá sem hafa áhyggjur og þurfa ráðgjöf," er haft eftir henni á RÚV.is.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að setja verði á stofn samráðsvettvang vegna kórónuveirunnar. RÚV greinir frá. Fjármálaráðherra segir að ekki verði farið í niðurskurð, heldur verði halla leyft að myndast til að verja störf. Verið sé að vinna með ýmsar sviðsmyndir.

Þríeykið svokallaða átti fund með ríkisstjórninni í morgun um stöðumat vegna COVID-19.

Mynd/Skjáskot/RÚV

Landlæknir á RÚV.is

Forsætisráðherra á RÚV.is