Starfshópur um útgáfu vottorða

Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að semja drög að reglugerð um útgáfu vottorða, faglegra yfirlýsinga og skýrslna, ásamt því að gera tillögur um breytingar á verklagi sem stuðlar að skilvirkari vottorðagerð.

Í 19. gr. laga umheilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, kemur fram að heilbrigðisráðherra sé heimilt að setja nánari reglur um vottorð, álitsgerðir, faglegar yfirlýsingar og skýrslur og skyldur heilbrigðisstarfsmanna hvað þetta varðar.

Starfshópinn skipa

  • Oddur Steinarsson, tilnefndur af Læknafélagi Íslands, formaður hópsins
  • Björn Geir Leifsson, tilnefndur af embætti landlæknis
  • Ingi Steinar Ingason, tilnefndur af embætti landlæknis, miðstöð rafrænna lausna
  • Sigríður Dóra Magnúsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Margrét Ólafía Tómasdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskra heimilislækna
  • Rut Gunnarsdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
  • Guðrún Björg Elíasdóttir, tilnefnd af Sjúkratryggingum Íslands

Guðlín Steinsdóttir, lögfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, verður starfsmaður hópsins.

Gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum til ráðherra ásamt drögum að reglugerð fyrir 1. nóvember næstkomandi.

Sjá frétt á vef stjórnarráðsins