Dögg Pálsdóttir nýr framkvæmdastjóri LÍ


Stjórn LÍ hefur ráðið Dögg Pálsdóttur lögfræðing í starf framkvæmdastjóra LÍ frá 1. október sl. Dögg var ráðinn lögfræðingur hjá LÍ í byrjun árs 2011 og hefur starfað hjá félaginu síðan.

Dögg lauk lagaprófi frá HÍ 1980, stundaði framhaldsnám við Stokkhólmsháskola 1980-1981 og lauk MPH próf frá Johns Hopkins háskólanum í Baltimore 1986. Dögg starfaði 1981-1995 í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, var sjálfstætt starfandi lögmaður frá 1996-2011 þar til hún hóf störf hjá LÍ. Dögg hefur stundað kennslu um árabil og er aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík auk þess sem hún hefur kennt læknanemum og nemum í félagsráðgjöf við HÍ heilbrigðislögfræði.