Thor rýnir í könnun um heilbrigðiskerfið

Ekki er tölfræðilega marktækur meirihluti fyrir opinberum rekstri fyrst og fremst, segir í Facebook-færslu Thors Aspelund, prófessors í líftölfræði við Háskóla Íslands. Hann rýnir þar í skoðanakönnun sem styr hefur staðið um og unnin var fyrir BSRB. Stéttarfélagið fullyrti út frá könnuninni að meirihlutinn væri andvígur frekari einkarekstri.

„Niðurstaðan er að Íslendingar virðast hálft í hálft fylgjandi opinberum og blönduðum rekstri en afstaðan mjög mismunandi eftir flokkum,“ segir í færslu Thors.

Könnunin hefur orðið efni greinarskrifa. Ragnar Freyr Ingvarsson og Þórarinn Guðnason rituðu um hana í Fréttablaðið.  Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi formaður BHM sem nú leiðir framboðlista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, svaraði grein læknanna þar einnig. 

Mynd/Skjáskot/HI

 

Thor ritar hins vegar á Facebook: