9. tölublað Læknablaðsins er komið út

Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, hvetur heilbrigðisstarfsfólk til að vera á varðbergi gagnvart lyfja- og áfengisneyslu skjólstæðinga sinna. Hún er í viðtali í Læknablaðinu en 9 tbl. ársins er nýútkomið.

Í viðtalinu er Valgerður hugsi yfir tvískinnungnum sem henni finnst birtast í heimsbaráttunni gegn COVID-19. „Hin stórkostlegu viðbrögð við faraldrinum kalla á að fólk vakni líka af sinnuleysi gagnvart ýmsum vímugjöfum sem leggja fleiri en faraldurinn ár hvert,“ segir hún þar. Orð hennar hafa vakið athygli í fjölmiðlum

„Það sem af er ári hafa 800.000 látist úr COVID-19. Heimurinn hefur snúist á hvolf vegna veirunnar. Á ári hverju deyja 8 milljónir af tóbaksreykingum og þrjár milljónir úr ofneyslu áfengis samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. En við erum samdauna því og afar lítil stemmning til að taka á þeim vanda með samtakamætti heimsins.“

Blaðið er fullt frétta og áhugaverðra greina. Sjá má efnisyfirlitið hér fyrir neðan:

 

 

  • Lesið fræðigrein um samanburð brjóstakrabbameina í Svíþjóð og hér á landi hér.
  • Lesið ritstjórnargrein Thor Aspelund hér.
  • Lesið viðbrögð Önnu Margrétar Halldórsdóttur um læknaráð hér.
  • Sjáið ljósmyndir lækna frá COVID-19-sumrinu 2020 hér.

Lesa má nýjasta tölublaðið hér.